Spurt og svarað

09. september 2008

Þrútnar geirvörtur á 10 daga gömlum dreng

Góðan dag!

Drengurinn minn er tíu daga, og er með þrútnar geirvörtur, svona eins og stelpa sem er að byrja að fá brjóst. Það eru þykkildi á stærð við 5 kr pening undir vörtunni. Það er enginn roði eða hiti í þessu. Ég tók eftir þessu bara núna nýlega, get ekki svarið fyrir að hann hafi fæðst svona. Stafar þetta af hormónum frá mér? Er þetta eðlilegt? Hvenær ætti þetta að hverfa?

Bestu kveðjur, Birna.


Sælar!

Það er alveg eðlilegt að nýfædd börn geta fengið eins og bólgu í brjóstin – það er kallað stálmi.  Þetta getur komið hjá bæði drengjum og stúlkum. Þetta eru hormónaáhrif frá móður, brjóstin bólgna mismikið hjá börnunum. Þetta lagast oftast á fyrstu vikunum – getur verið jafnvel í 6 til 7 vikur en oft tekur þetta styttri tíma. Þetta lagast alveg af sjálfu sér.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. september 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.