Spurt og svarað

12. mars 2007

Þurr húð ungbarna

Takk fyrir frábæran vef :)

Hvaða rakakremi mælið þið með við húðþurrki hjá nýburum?

Kveðja,
Eyrún Lóa


Komdu sæl Eyrún og afsakaðu hvað svarið berst seint.

Það er hægt að fá allskonar góð krem á húð ungbarna, það er þó ekki nauðsynlegt að bera neitt á þurra húð þeirra frekar en foreldrarnir vilja.  Ungbörn klæjar ekki undan svona húð heldur er þetta eðlilegt framhald af verunni í móðurkviði og lagast með tímanum.  Ef foreldrar vilja þá má auðvitað bera eitthvað á húðina en það má líka alveg vera bara ólífuolía.  Hún er góð á viðkvæma húð og má fara ofan í maga barnsins t.d. af höndum þegar barnið setur þær upp í sig.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
12.03.2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.