Þurr húð ungbarna

12.03.2007

Takk fyrir frábæran vef :)

Hvaða rakakremi mælið þið með við húðþurrki hjá nýburum?

Kveðja,
Eyrún Lóa


Komdu sæl Eyrún og afsakaðu hvað svarið berst seint.

Það er hægt að fá allskonar góð krem á húð ungbarna, það er þó ekki nauðsynlegt að bera neitt á þurra húð þeirra frekar en foreldrarnir vilja.  Ungbörn klæjar ekki undan svona húð heldur er þetta eðlilegt framhald af verunni í móðurkviði og lagast með tímanum.  Ef foreldrar vilja þá má auðvitað bera eitthvað á húðina en það má líka alveg vera bara ólífuolía.  Hún er góð á viðkvæma húð og má fara ofan í maga barnsins t.d. af höndum þegar barnið setur þær upp í sig.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
12.03.2007.