Þurr strákur

05.10.2007

Sælar.

Við erum með einn lítinn 10 daga gamlan hérna heima. Fyrsta barn hjá okkur báðum. Okkur finnst hann vera svo þurr í húðinni sinni. Var búinn að lesa um að börn væru þurr fyrstu dagana eftir fæðingu en er eðlilegt að sá tími sé 10 dagar eða meira?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Já, það er rétt hjá þér að börn eru oft þurr á húðinni eftir fæðingu.  Besta ráðið við því er að bera á hann ólívuolíu (matarolíu) eða að setja nokkra dropa af slíkri olíu út í baðvatnið.  Þá ætti húðin að verða mjúk og rök.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. október 2007.