Þvottaefni og þurrmjólk

21.02.2007

Ég er með eina eins mánaða gamla og er að nota Neutral þvottafeni en nota Ariel fyrir aðra í fjölskyldunni. Er eitthvað á móti því að nota Ariel fyrir hana. Mér finnst maður nota mikið minna af því heldur en Neutral þar sem mér finnst Neutral ekki þvo mjög vel, og svo set ég alltaf á auka skol líka.

Önnur spurning með þurrmjólkina. Nú hefur hún verið á SMA og hefur verið dálítið óvær á daginn, svo var ég að prófa að skipta yfir í NAN mjólkina í gær og ég er ekki enn að sjá muninn en ætla að bíða aðeins lengur til að sjá. En hver er munurinn á mjólkinni, mun hún finna mun? Er önnur fitumeiri en hin? Mér finnst SMA vera meira „creamy“. Er hún þá þyngri í magann?

Takk fyrir frábæra síðu og aðgang að ljósmæðrum til að spyrjast fyrir.Sæl og blessuð!

Þetta með þvottaefnin. Þá er alltaf ráðlagt að nota mild þvottaefni og skola þvottinn vel vegna þess að húð lítilla barna er svo þunn og viðkvæm.

Eftir því sem ég best veit þá eru SMA og NAN þurrmjólkin mjög svipaðar að innihaldi og hafa báðar reynst vel.   

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. febrúar 2007.