Álfabikarinn - notkun eftir fósturlát

16.03.2005

Sælar og takk fyrir mjög svo fróðlegan vef.

Ég missti fóstur nú fyrir nokkrum dögum og fór í útskaf í kjölfarið.  Mér láðist að spyrja fagfólkið um hvort það væri í lagi að nota álfabikarinn við næstu blæðingar. Er eitthvað sem mælir á móti því?  Er betra að nota bindi við fyrstu blæðingar eftir útskaf?

........................................................................

Sæl og þakka þér fyrirspurnina og hrósið.

Leitt að heyra um fósturlátið þitt, ég vona svo sannarlega að það gangi betur næst.
Eftir útskaf eru oft blæðingar eða hreinsun í nokkra daga og ég tel að það sé betra að nota bindi á meðan þær blæðingar standa.  Ég sé hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að þú notir álfabikarinn næst þegar þú færð blæðingar, gættu þess bara að gæta fyllsta hreinlætis, þvo vel álfabikarinn samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda, rétt eins og venjulega við notkun hans.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Inga Vala Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. mars 2005.