Blæðing eftir fóstureyðingu

03.02.2010

Hæ, hæ!

Hversu lengi á að blæða eftir að maður hefur misst fóstur? Ég fór í fóstureyðingu, fékk töflur til að hreinsa það út, var komin 4 vikur. Þetta gerist í kringum 16. desember að minnir mig og það blæðir ennþá. Er það eðlilegt?


Sæl og blessuð!

Það er eðlilegt að það blæði í 10-14 daga þannig að þetta er ansi langur tími. Þú ættir að hafa samband við þann lækni eða það sjúkrahús þar sem þú fékkst töflurnar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. febrúar 2010.