Blæðing eftir samfarir

31.01.2005

Hæ, hæ.

Ég er 16 ára og var með kærastanum mínum og þá fann ég allt í einu svo mikið til og við sáum bara blóð útum allt og vissum ekkert hvað var að. En ég hafði síðast samfarir við strák fyrir um 3 vikum síðan og þá var ég að enda á túr en við notuðum ekki getnaðarvörn sem er að sjálfsögðu mjög vitlaust af okkur. Síðan fór ég að spá í hvað þetta gæti verið og mér datt í hug hvort það sé möguleiki á því hvort þetta hafi verið kannski fósturlát? Kannski er það rosalega vitlaust að hugsa svona en mér langaði allavega að spyrja. Ef þetta er það er þá eitthvað sem ég þarf að gera? Ég hef verið með 3 strákum og það ætti ekki að vera neitt nærri því eins vont og þetta lengur og við höfum mikið velt þessu fyrir okkur. Ég vona að þið getið svarað mér því þetta er eitthvað sem ég vil endilega fá svar við sem fyrst.

Takk fyrir góðan vef:)

.........................................................................


Sæl vertu og takk fyrir að leita til okkar.

Ég held að það sé nær útilokað að þetta hafi verið fósturlát.  Eins og þú sagðir þá varstu að enda með blæðingar fyrir u.þ.b. þrem vikum og hafðir óvarðar samfarir þá en það er mjög ólíklegt (en þó ekki útilokað) að getnaður hafi átt sér stað þá.  Ég get samt ekki sagt þér hvað hefur ollið þessari blæðingu og því finnst mér sjálfsagt að þú leitir nú til læknis.  Þá
væri einnig gott að nota tækifærið að ræða getnaðarvarnir og fá tekið sýni fyrir Klamidíu (sem er algengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi) þar sem óvarðar samfarir hafa átt sér stað. 

Með von um að þú fáir svör sem fyrst.

Bestu kveðjur,

Inga Vala Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. janúar 2005.