Einkirningasótt á meðgöngu

10.01.2007

Sælar ágætu ljósmæður.

Mig langar til að leita upplýsinga um einkirnissótt. Er vitað hvort hún geti verið skaðleg fóstri á einhverjum hluta meðgöngu?

Bestu kveðjur og þakkir fyrir góðan vef.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Einkirningasótt er veirusýking af völdum Epstein-Barr veirunnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá er einkirningssótt ekki skaðleg fóstri. Það hafa reyndar komið fram vísbendingar um að einkirningasótt geti valdið fæðingu fyrir tímann og lægri fæðingarþyngd en þetta hefur þó ekki verið staðfest.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. janúar 2007.