Blæðingar eftir fósturlát.

07.12.2004

Góðan dag.
Datt allt í einu í hug hvort hér væri hægt að fá svar við smá vangaveltum.  Þannig er mál með vexti að fyrir viku missti ég 11 vikna fóstur. Það fór alveg að sjálfu sér og þurfti ekkert að hreinsa eftir það.  Blæðingar hafa verið síðan, óverulegar en þó til staðar. Hvenær hættir að blæða? er einhver regla með það, eða útgangspunktur? hvenær byrjar svo hinn eini sanni tíðarhringur? er það fáránleg spurning? Gæti t.d. verið, af því að  í gær frá hádegi fram til 17 í dag blæddi ekkert, að ég væri að byrja á hinum eiginlegu blæðingum?

Með fyrirfram þakklæti.

                                .............................................

Sæl vertu og takk fyrir fyrirspurnina,
E

kki hafa áhyggjur af að koma með fáránlegar spurningar, hér eiga allar
þessar spurningar fullan rétt á sér.  Leitt að heyra um fósturlátið þitt  ég
vona að þú eigir eftir að jafna þig sem fyrst en það er mjög mismundandi
eftir konum og aðstæðum hversu langan tima það tekur.  Eins er með blæðingar
eða hreinsun eftir fósturlát það tekur svolítið mislangan tíma og ekkert
óeðlilegt við að það dragist á aðra viku.  Það er hins vegar nær útilokað að
venjulegar blæðingar byrji svo fljótt eftir fósturlát. Það tekur líkamann
mislangan tima að jafna sig en blæðingar hefjast ekki fyrr en legið er búið
að endurnýja slímhúðina og egglos hefur orðið á ný, blæðingar hefjast
yfirleitt ekki fyrr en u.þ.b. 14 dögum eftir egglos.  Ég hef ekki skýringu á
af hverju blæðingarnar stoppuðu í rúman sólarhring en ef blæðingarnar þínar
nú fara að aukast, þú færð eymsli yfir legið, hita eða aðra vanlíðan, hafðu
þá samband við kvensjúkdómalækninn þinn fyrr en síðar, þá er hugsanlegt að
einhverjar restar hafi orðið eftir sem viðhalda blæðingunni eða bjóða heim
sýkingu.  En að öllum líkindum á smá saman eftir að draga úr blæðingunum
næstu daga og þú eftir að jafna þig fullkomlega.
Með bestu kveðjum,

Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, 4. des., 2004.