Dulið fósturlát

24.02.2009


Ég var komin 11 vikur á leið þegar ég fór í sónar og í ljós kom að um dulið fósturlát var að ræða. Ég fór í útskröpun upp á spítala í kjölfarið.
Það sem mig langar að vita er hvenær má ég búast við að byrja næst á blæðingum.Komdu sæl

Blæðingar koma aftur í næsta tíðahring en þó geta þær verið óreglulegar fyrst um sinn.


Kveðja
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. febrúar 2009.