Spurt og svarað

08. mars 2006

Endurtekin fósturlát

Hæ ég er búin að missa fóstur tvisvar á innan við ári, núna síðast í febrúar.  Nú var ég að komast að því að ég er með blöðrur á eggjastokkunum, getur það haft áhrif á fósturlát?  Ætti ég að fá eitthvað við þessu?  Þetta fattaðist á kvennamóttökunni en samt var mér ekkert gefið.  Ég er svo viss um að eitthvað veldur þessu, bara finn það á mér.  Ég á eins árs strák.
 
................................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.
 
Blöðrur á eggjastokkum ættu ekki að hafa áhrif á fósturlát.  Oftast eru svona blöðrur meinlausar og gera ekkert, sennilega er það málið í þínu tilfelli þar sem ekkert var gert í þessu. 
Þú ert sannarlega ekki í erfiðleikum með að verða ófrísk svo ekki gefast upp.  Oftast fara læknar ekki að leita að ástæðu fyrr en eftir þriðja fósturlát, en vissulega er erfitt að ganga í gegnum þetta trekk í trekk. 
 
Helstu ástæður fyrir fósturlátum eru litningagallar eða að frjóvgað egg getur ekki fest sig í leginu.  Þetta á við í um 70% fósturláta.  Aðrar ástæður geta verið mikil veikindi móður með háum hita, ákveðnir sjúkdómar eins og hár blóðþrýstingur, gallar á legi, eitrun af völdum blýs eða geislunar eða notkun áfengis og lyfja.
 
Ef þú hefur miklar áhyggjur ættir þú að leita til kvensjúkdómalæknis og ræða málin við hann.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
07.03.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.