Fóstureyðingar

10.07.2006

Getur verið hættulegt að fara í fóstureyðingu? Eru einhverjar líkur á því að ég geti ekki eignast aftur börn ef ég fer í fóstureyðingu? Hvernig fer eyðingin fram?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Fóstureyðingar sem framkvæmdar eru nú til dags eru sjaldan ástæða ófrjósemi. Vissulega er möguleiki á aukaverkunum í kjölfar fóstureyðingar en líkurnar á aukaverkunum eru litlar eftir fóstureyðingu sem framkvæmd er af lækni, á sjúkrahúsi, við góðar aðstæður. Sýkingar hafa helst verið nefndar sem ástæða ófrjósemi eftir fóstureyðingar en tíðni sýkinga í kjölfar fóstureyðinga er innan við 1% og  í mesta lagi 0,1% líkur á að ófrjósemi hljótist af sýkingu eftir fóstureyðingu.

Þú getur fræðst meira um fóstureyðingar í bækling frá LSH.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. júlí 2006.