Fósturlát

09.09.2005
Sælar.
Mig langaði að spyrja um tóman fóstursekk.  Ég tók egglospróf og hafði egglos 12.ágúst. 5 dögum seinna fór að blæða og blæddi í 2,5 daga, meira en bara blettir en aldrei ferskt, brúnrautt og bleikt.  Ég hef takið nokkur þungunarpróf og alltaf kemur lína en misdökk
Fannst ég nokkrum dögum eftir egglos vera með svona hitatilfinningu í brjóstum en hún er horfin, er hinsvegar með túrverki og illt í brjóstum (það er búið að vera allan tímann). Er bara að spá hvenær hormónin eiga að hverfa eftir dulið fósturlát og hvort það sé ekki dularfullt að fá mjög dökka Clear Blue línu á 23 dth, ljósa á kannski 24 dth og dekkri en samt ekki eins dökka og fyrst á 26.degi
Get ég haft tóman sekk vikum saman og jákvæð próf án þess að vera ólétt?
Vil ekki vera með þessa óvissu hangandi yfir mér....

 
.......................................................
 
Komdu sæl
 
Misdökkar línur á þungunarprófum segja ekkert til um hormónamagn, þetta fer eftir því hvenær dagsins þú tekur prófið, hversu mikið þú drekkur klukkutímana á undan o.s.frv.  Ef lína kemur fram eins og alltaf hefur gerst hjá þér er það jákvætt svar.  Auk þess ertu með þungunareinkenni eins og túrverki og verki í brjóstum og það hefur ekki blætt hjá þér síðan á 5-7 degi sem er einmitt tíminn sem eggið er að festa sig í leginu og telst því vera hreiðurblæðing.  Ef ég væri þú myndi ég áætla að ég væri ólétt. Til hamingju.
 
Hinsvegar veit maður auðvitað aldrei hvað getur gerst.  Ef fósturlát verður er helsta einkennið að þungunareinkennin hætta snögglega eða að það fer að blæða.  Það er ekki grieiningaraðferð að taka fleiri þungunarpróf.  Ef eitthvað kemur uppá getur þú leitað til Móttöku Kvennadeildar og farið í skoðun þangað, þú þarft ekki að bíða eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
09.09.2005.