Spurt og svarað

11. maí 2006

Fósturlát eftir rúmar 12 vikur

Sælar.
Ég hef leitað til ykkar tvisvar áður með þetta efni en ekki fengið svör og ég þrái að fá að vita eitthvað um þetta. Þannig er mál með vexti að ég missti fóstur eftir rétt rúmlega 12 vikna meðgöngu. Það hafði komið örlítil brún útferð í nærbuxurnar við 5-6 viku og svo ekkert fyrr en við 12 vikur og ca 5-6 daga og það blæddi alveg rosalega mikið, og við fórum niður á Hringbraut og vorum sett í sónar. Læknirinn sem gerði sónarinn sagði að hér væri einungis mjög stór tómur belgur og ég þurfti að fara í aðgerð þá um morguninn.

Það sem mig langar að vita er;
Hvað þýðir tómur belgur??  Var þá ekkert líf þarna allan tímann?? Í mínum huga var þarna líf því hugurinn ber mann hálfa leið og við litum á þetta sem barnið okkar strax og við komust að því að ég væri ófrísk. Mig langar líka að vita hvort að tómur belgur þýði það sama og tómur fóstursekkur??
En þessi spurning hefur leitað mikið á mig. Einnig hef ég reynt að finna einhver svör hér á vefnum ykkar en ekki fundið.

Með kærri þökk fyrir rosalega góðan vef, og von um einhver svör
Íris

 

Sæl Íris og þakka þér fyrir fyrirspurnina.
Það er ekkert skrítið að þið hafið litið á þetta sem barnið ykkar og það var líf þarna til að byrja með.  Það sem gerist er að eggið frjóvgast og fóstrið byrjar að vaxa.  Einhverra hluta vegna hættir fóstrið að vaxa og dafna.  Þá byrja frumurnar að rýrna og að lokum sést ekkert nema belgurinn eða fóstursekkurinn sem var í kringum barnið.  Það er erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær það gerðist en það var samt líf þarna til að byrja með. 
Konur byrja oft snemma að mynda tengsl við ófædda barnið sitt og því erfitt að meðtaka að það sé dáið.  Mismunandi er hvað fólk vill tala um: fóstur eða barn en það breytir því ekki að tilfinningarnar eru jafn raunverulegar og missirinn jafn sár. 

Ég vona að þetta hafi svarað spurningu þinni.

Gangi þér vel!

 

Bestu kveðjur

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

11. maí 2006

 

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.