Fósturlát og blæðing

18.09.2008

Sæl ljósmóðir


Ég er ein af þeim sem missti fóstur og er nú ólétt aftur ári seinna. Er komin ca. 6-7 vikur og er rosa spennt en einnig kvíðin og áhyggjufull á sama tíma. Mig langar að forvitnast um það hvort allar konur fái einhverjar blæðingar ef þær missa fóstur? Eða er hægt að missa fóstur án þess að það blæði nokkuð?


Með von um skjót svör og takk fyrir

kveðja,

juliaKomdu sæl Júlía

Fyrr eða síðar byrjar að blæða en það þarf alls ekki að gerast um leið og fósturlátið verður.  Meðgöngueinkenni hverfa hins vegar alveg um leið og fósturlát verður þannig að ef þú ert með ógleði eða þreytt, með spennu í brjóstum eða síkt veistu að meðgangan heldur áfram.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18. september 2008