Einstaklingsfræðsla

07.03.2008

Sælar... mig langaði að forvitnast útí það.. ég las það einhversstaðar að það væri hægt að fá að fara sem sagt í svona einkafræðslu eða hvað ég á að segja... þannig að maður fái að vera bara einn með ljósmóðir eða hjúkku eða eitthvað... en ekki í stórum hóp...

er það rétt eða hef ég bara verið að lesa eitthvað vitlaust?

og hvað er maður að borga fyrir þetta ?

 


Sæl

Ég held að þú sért að vísa til konunnar sem bauð upp á fræðslu á meðgöngu og að fylgja verðandi foreldrum í gegnum fæðinguna.  Hún heitir Eydís skv. ábendingu frá lesanda síðunnar og er með heimasíðuna http://www.draumafaeding.net  Hún bíður upp á svona persónulega þjónustu og eitthvað fleira.

Við þökkum Írisi fyrir ábendinguna.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. mars 2008.