Spurt og svarað

19. apríl 2011

Fósturlát við 5 vikur

Ég missti fóstur komin rúmar 5 vikur og vantar að fá að vita hvort nauðsynlegt sé að fara í skoðun til að athuga hvort allt hafi skilað sér og ef svo er hvenær væri best að gera það? (Hef áður misst fóstur á 8 viku (dulið) þar sem ég fékk töflurnar sem dugðu ekki til og endaði í útskröpun). Einnig langar mig að vita hvort nauðsynlegt sé að bíða einn tíðahring, ef maður missir svona snemma, eftir því að reyna aftur?

Gildir það sama og eftir útskröpun að ekki sé mælt með kynlífi, heita pottum o.s.frv. tveim vikum eftir missi?

Með fyrirfram þökkum.


Sæl!

Leitt að heyra þetta. Það er svolítið mismunandi hvort þörf er á meðferð við fósturlát á þessum tíma en það er rétt að fá skoðun hjá lækni til að meta það. Þú getur leitað til fæðinga- og kvensjúkdómalæknis eða á móttökudeild kvennadeildar á Landspítala ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu.

Yfirleitt er mælt með því að bíða í 3 tíðahringi með að reyna aftur að verða þunguð eftir fósturlát.

Ég myndi halda að sömu ráðleggingar varðandi kynlíf, heita potta, bað og erfiða hreyfingu eigi líka við um fósturlát sem verður á þessum tíma.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.