Kyllíf eftir missi

06.01.2009

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef.

Mig langar að vita hvort það sé einhver regla með það hvað maður á að bíða lengi með kynlíf eftir að vera búin að missa fóstur.  Ég var gengin rúmar 14 vikur og þurfti að fara í útskröpun.


Komdu sæl.

Á vef Landspítalans kemur fram að ekki er ráðlagt að hafa samfarir fyrstu tvær vikurnar eftir slíka aðgerð.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. janúar 2009.