Minni kynlöngun eftir fósturlát

01.12.2008

Sæl og blessuð.

Getur þú frætt mig um það hvort kynlöngun sé minni fyrst í stað eftir fósturlát?

Kær kveðja Nanna.


Komdu sæl Nanna

Það er ábyggilega mjög misjafnt hvort konur finna til minni kynlöngunar eftir fósturlát en það er alveg eðlilegt að svo sé.  Við fósturlát geta komið fram sorgarviðbrögð sem þarf að takast á við og geta haft áhrif á kynlöngunina.  Hormónaflæði í líkamanum þarf líka tíma til að jafna sig og það getur einnig haft áhrif.  Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að komast yfir áfallið og vinna úr því.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. desember 2008