Ólétt?

26.08.2013
Sæl
Ég fékk jákvætt út úr þungunarprófi. Þegar ég fór í snemmsónar, komin 5 vikur, sagði læknirinn að sekkurinn væri tómur og allt mundi hreinsast út næstu vikuna. Nú eru liðnar 8 vikur og ekkert gerst. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera. Ef líkaminn losar sig ekki sjálfur við sekkinn getur þá komið sýking? Getur verið að ég sé ólétt?Komdu sæl.
Þegar fóstursekkur er tómur hreinsast það yfirleitt út af sjálfu sér en stundum þarf útskaf eða taka töflur.
Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við kvensjúkdómalækninn þinn eða móttökudeild kvennadeildar á Landspítalanum ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu til þess að meta stöðuna hjá þér og hvort eitthvað þurfi að gera.
Gangi þér sem allra best.

Kveðja,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2013