Spurt og svarað

23. september 2008

Reglulegur tíðahringur eftir fósturlát

Sæl kæra ljósmóðir.


Í sumar komst ég að því að fóstrið mitt var dáið og fór í aðgerð til að hreinsa út. Það var ekki fyrr en eftir sjö vikur að næstu blæðingar hófust og nú í dag bíð ég enn eftir öðrum blæðingum sex og hálfri viku eftir hinar sjö. Fyrir þungun var tíðahringurinn ca. 28 dagar. Er þetta eðlilegt? - Hvenær gæti ég átt von á að tíðahringuirinn verið aftur samur eða gæti verið að hann verði það ekki?

Takk kærlega fyrir góðan vef.

Ingibjörg


Sæl Ingibjörg

Það getur tekið líkamann nokkra mánuði að komast aftur í sama horfið eftir svona álag.  Flestar konur byrja þó aftur á sínum tíðahring ca. 3 mánuðum eftir fósturlátið en hjá öðrum tekur það lengri tíma.

Kveðja


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. september 2008
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.