Reglulegur tíðahringur eftir fósturlát

23.09.2008

Sæl kæra ljósmóðir.


Í sumar komst ég að því að fóstrið mitt var dáið og fór í aðgerð til að hreinsa út. Það var ekki fyrr en eftir sjö vikur að næstu blæðingar hófust og nú í dag bíð ég enn eftir öðrum blæðingum sex og hálfri viku eftir hinar sjö. Fyrir þungun var tíðahringurinn ca. 28 dagar. Er þetta eðlilegt? - Hvenær gæti ég átt von á að tíðahringuirinn verið aftur samur eða gæti verið að hann verði það ekki?

Takk kærlega fyrir góðan vef.

Ingibjörg


Sæl Ingibjörg

Það getur tekið líkamann nokkra mánuði að komast aftur í sama horfið eftir svona álag.  Flestar konur byrja þó aftur á sínum tíðahring ca. 3 mánuðum eftir fósturlátið en hjá öðrum tekur það lengri tíma.

Kveðja


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. september 2008