Spurt og svarað

15. mars 2010

Tvíburameðganga og fósturlát

Góðan dag og takk fyrir mjög góða og fræðandi vefsíðu!

Mig langaði að spyrja varðandi fósturlát ef um tvíburameðgöngu er að ræða og þá helst hvort að það sé möguleiki að missa annan tvíburann og halda þá öðrum þegar meðgangan er ekki langt á veg komin? Ég veit að þetta er kannski skrítin spurning en hvað gerist við fósturlát á tvíbura/fjölbura meðgöngu og hvernig er brugðist við?

Kveðja, E.


Sælar!

Það er erfitt að segja hvað gerist þegar annar tvíburinn deyr í móðurkviði, en það kemur stundum fyrir en mjög sjaldan. Oftast er ekki hægt að útskýra hvers vegna fósturlátið verður. Ef þetta gerist snemma á meðgöngu þá getur hinn tvíburinn vaxið og dafnað og fæðist þá sem fullburða einburi. Það er ekkert gert, meðgangan heldur bara áfram og litla fóstrið visnar og fæðist þá með fylgjunni.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. mars 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.