Útskaf eða töflur - framhald

24.02.2009

Takk fyrir skýr svör um kostina eftir dulið fósturlát.

Það eina sem vantaði var hvort annað hvort væri betra eða verra fyrir líkamann og hvort eða hvenær hann þurfi hjálp til að koma þessu frá sér. Hvaða tímamörk eru notuð til viðmiðunar í þessu efni?  Hvenær má prófa aftur eftir hvora aðferð fyrir sig?Það er ekki hægt að segja til um hvort er betra þar sem það er svo einsktaklingsbundið og stundum ekki hægt að nota töflurnar og þá kemur ekkert annað en útskaf til greina.  Ef fóstrið/fóstursekkurinn skilar sér ekki sjálfur með blæðingum þarf hjálp til þess, það er metið í hvert og eitt sinn hvor aðferðin er heppilegri en vissulega eru töflurnar minn inngrip þar sem það tekur líkamann svolítinn tíma að jafna sig eftir svæfingu.
Hinsvegar eru blæðingar svipaðar á eftir og það má prófa fljótlega aftur, sama hvor aðferðin er notuð.  Oft er þó talað um að leyfa líkamanum að jafna sig í 3 mánuði.


Vona að þetta svari spurningunum,
kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24.febrúar 2009.