Spurt og svarað

16. febrúar 2009

Útskaf eða töflur eftir fósturlát

Getið þið frætt mig aðeins meira um dulið fósturlát og þá möguleika sem við konur höfum þegar um dulið fósturlát er að ræða á  6.-10. viku meðgöngu. Mér skilst að við getum tekið töflur eða farið í útskrap ef um tóman sekk er að ræða.  Er annað hvort betra eða verra að einhverju leiti, fyrir konuna líkamlega?   Er maður lengur að jafna sig eftir annað hvort eða hver er eiginlega munurinn?  Þætti vænt um svar sem fyrst,

Bestu kveðjur og kærar þakkir fyrir frábæran vef


Komdu sæl

Það er rétt að ef fóstursekkurinn skilar sér ekki sjálfur með blæðingum þarf að ná honum út með einhverjum hætti.  Töflurnar sem gefnar eru valda samdrætti í leginu sem líkjast hríðum að styrkleika og við það getur belgurinn komið út með blæðingu.  Konur geta tekið þessar töflur heima og þetta gengur yfir á nokkrum klukkutímum.  Ráðlagt er að taka verkjalyf með.  Blæðingar og samdráttarverkir geta varað í nokkra daga.

Ef þetta virkar ekki og fóstrið skilar sér ekki út með töflunum getur þurft að gera útskaf.  Það er gert á Landspítalanum í svæfingu.  Aðgerðin sjálf tekur stuttan tíma en konan þarf að jafna sig eftir svæfinguna og fer svo heim samdægurs.  Eftir aðgerðina geta blæðingar staðið í allt að hálfan mánuð og samdráttarverkir verið fyrstu dagana á eftir.

Vona að þetta svari spurningunni

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. febrúar 2009.
 

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.