Þungunarpróf eftir fósturlát

17.12.2007

Ég var að velta því fyrir mér hversu lengi þungunarpróf sýnir jákvætt eftir fósturlát?Þungunarpróf ætti að hætta að sýna jákvætt mjög stuttu eftir að fósturlát verður en það getur þó farið aðeins eftir því hversu langt gengin þú ert þegar þú missir.  Við fósturlát lækka hormónagildin mjög snöggt þannig að þau verða síður mælanleg með þungunarprófi.  Einkenni ólettu eins og ógleði og spenna í brjóstum hætta líka snögglega við fósturlát af sömu ástæðu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
17. desember 2007.