Spurt og svarað

15. janúar 2009

Þungunarpróf eftir missi

Sælar

Ég var að velta fyrir mér hvað þungunarpróf getur verið jákvætt í langan tíma eftir missi.  Á 6. viku byrjaði að blæða (ca 4. des) og blæddi með hléum til 20. des.  í dag 10. janúar er jákvætt þungunarpróf og ég hef ekki farið á blæðingar aftur eftir þetta.  Gæti prófið verið jákvætt ennþá eða gæti ég verið ófrísk aftur?

Kær kveðja, ein óviss.


Komdu sæl

Þungunarpróf ætti ekki að vera jákvætt enn ef þú hefur misst fóstrið í byrjun desember.  Það getur blætt svona snemma á meðgöngunni án þess að fósturlát eigi sér stað.  Ég tek því sem svo að þú hafir ekki farið til læknis til að staðfesta fósturlát eða í útskaf. 

Ég held að þú hafir ekki misst fóstrið ef þungunarpróf er jákvætt. Þú ættir að fá tíma hjá kvensjúkdómalækni sem getur sónarskoðað þig og metið ástandið.  Eins getur þú talað við ljósmóður á þinni heilsugæslustöð og fengið að koma til að prófa að hlusta hjartslátt en hann heyrist um 12. viku meðgöngu.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. janúar 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.