Spurt og svarað

03. ágúst 2005

47 daga tíðahringur

Mig langar að byrja á að þakka fyrir frábæra síðu.
Mig langar að a.t.h. hvort þið gætuð gefið mér góð ráð, en ég er búin að vera án getnaðarvarna síðan í mars og ekkert gengur. Ég hef verið að reyna að telja dagana frá fyrsta degi síðustu blæðinga til að reyna að finna út hvenar egglos verður en það gengur ekki því ég hef verið með mjög óreglulegar blæðingar síðan ég hætti á pillunni. (t.d. var ég á blæðingum 1. til 5. júní og svo ekki fyrr en núna 18. júlí sem er 47 daga tíðahringur.)
Er ekki til einhver mælir sem mælir hvenar egglos verður ?
Eru til einhver töfra ráð önnur en að borða fólensýru og lifa heilbrigðu lífi ?
Takk takk fyrir mig og enn og aftur takk fyrir þessa frábæru síðu.
 
...................................................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Í apótekum getur þú keypt egglosmæla sem virka eins og þungunarpróf nema hvað þeir mæla aukningu á öðru hormóni (hLH).  Þú þarft að fara eftir tíðahringnum þínum og þá er gott að velja stuttan tíðahring og fara eftir leiðbeiningunum hvenær þú ættir að byrja að prófa og svo er það gert á hverjum degi þar til aukning verður á þessu hormóni og þá ertu frjóust næstu tvo daga.  Annars eru engin töfraráð í þessu, því miður en hollur matur og vítamín eru alltaf af því góða.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.