6 dögum síðar.

24.03.2015

Komið þið sæl.  Mig langar að forvitnast um eitt, ég hafði egglos 13 mars og svo höfðum við kærastinn minn kynmök þann 16 mars. Er fræðilegur möguleiki að ég hafi geta orðið ófrísk? Ég hef ekki haft reglulegar blæðingar, ég byrjaði seinast á blæðingum 24 febrúar og egglosið varð 13 mars svo að ég ætti að byrja aftur á blæðingum 30 mars miðað við að blæðingar eiga að byrja aftur 14 dögum eftir egglos. Núna 6 dögum eftir að við sváfum saman er mér óglatt ef ég borða eitthvað og finnst  mér eins og líkaminn minn sé eitthvað skrítinn. Ég vona að þið getið svarað mér.


 
Heil og sæl, ef þú ert með óreglulegar blæðingar ertu væntanlega með óreglulegt egglos líka. Nú kemur ekki fram í bréfinu hvort þú ert að reyna að verða þunguð. Ef að maður hefur kynmök án varna er alltaf möguleiki á þungum þó að þrír dagar séu frá egglosi. Eggið lifir um þrjá daga í líkamanum eftir egglosið og getur frjóvgast á þeim tíma. Hins vegar eru sex dagar fullsnemmt fyrir þungunareinkenni. Ég tel miklu líklegra að þú sért með einhverja pest. Gangi þér vel
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24 mars 2015