Spurt og svarað

20. febrúar 2012

Áhrif keiluskurðar á getnað

Sæl.

Ég greindist með frumubreytingar á fyrstu meðgöngunni minni og fór í keiluskurð 6 mán eftir að strákurinn minn fæddist, eða fyrir einu og hálfu ári síðan. Við höfum síðustu 3 mánuði verið að reyna að verða ófrísk aftur en ekki gengið ennþá. Ég veit að það er kannski ekki langur tími en ég var að velta fyrir mér hvort keiluskurður hefði einhver áhrif á getnað? Ég lenti í smá blæðingum eftir keiluskurðinn og þurfti að brenna nokkrum sinnum fyrir. Gæti það mögulega haft neikvæð áhrif og er eitthvað sem ég gæti gert til að auka líkurnar?

Með fyrirfram þökk


Komdu sæl.

Keiluskurður hefur ekki áhrif á getnað en getur haft áhrif á útvíkkun leghálsins í fæðingu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. febrúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.