Áhrif keiluskurðar á getnað

20.02.2012

Sæl.

Ég greindist með frumubreytingar á fyrstu meðgöngunni minni og fór í keiluskurð 6 mán eftir að strákurinn minn fæddist, eða fyrir einu og hálfu ári síðan. Við höfum síðustu 3 mánuði verið að reyna að verða ófrísk aftur en ekki gengið ennþá. Ég veit að það er kannski ekki langur tími en ég var að velta fyrir mér hvort keiluskurður hefði einhver áhrif á getnað? Ég lenti í smá blæðingum eftir keiluskurðinn og þurfti að brenna nokkrum sinnum fyrir. Gæti það mögulega haft neikvæð áhrif og er eitthvað sem ég gæti gert til að auka líkurnar?

Með fyrirfram þökk


Komdu sæl.

Keiluskurður hefur ekki áhrif á getnað en getur haft áhrif á útvíkkun leghálsins í fæðingu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. febrúar 2012.