Spurt og svarað

16. júní 2004

Annað barn!

Ég er 38 ára gömul og átti barn með keisaraskurði fyrir 4 mánuðum síðan. Okkur hjónunum langar til að eignast annað barn fljótlega og ég var að velta fyrir mér hvað æskilegt sé að það líði langur tími milli barna þegar það fyrra var tekið með keisara?

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina!

Eftir að hafa átt barn með keisaraskurði telst þú vera í áhættumeðgöngu í næstu meðgöngu. Ég hef skoðað ýmsar heimildir og virðast margir þættir geta komið inní þegar spáð er í æskilegan tíma milli meðgangna. Þetta er því mjög einstaklingsbundið. Ég myndi telja gott að hálft til eitt ár væri æskilegur tími þar til þú yrðir þunguð á ný miðað við að þú ert 38 ára og ekki með neina aðra áhættuþætti.

En ég mæli með að þú hafir samband við kvensjúkdómalækni sem gæti ráðlagt þér betur á persónulegan hátt.

Gangi þér vel, með kveðju,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur - 16. júní 2004.
Yfirfarið í desember 2019

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.