Annað barn.

25.09.2004

Málið er að ég hætti á sprautunni fyrir 14.mánuðum síðan og byrjaði ekki á túr fyrr en í apríl á þessu ári... Ég er búin að vera regluleg síðan alltaf með 27 dth, en ekkert gengur, er eitthvað sem ég get gert til að auka líkur á getnaði eða ætti ég að fara að koma mér til læknis...  Ég bý erlendis og fór til læknis áður en ég flutti út af því ég var ekki byrjuð á túr en þá sagði hún að ég ætti að bara bíða þangað til ég byrjaði á túr, hún sagði ekkert að eitthvað væri að eða neitt svo ég geri ráð fyrir að ekkert hafi verið að..... Hvernig á ég að snúa mér þetta er orðinn svo langur tími í heildina..... Með von um einhver svör Fífa......

                               ..........................................................

Komdu sæl Fífa og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er alls ekki óeðlilegt að það taki ár og jafnvel eitt og hálft ár að geta barn.  Þú þarft því bara að taka á þolinmæðinni.  Þar sem þú byrjaðir ekki á túr fyrr en í apríl þá eru bara komnir 5 mánuðir.  Haldið bara áfram að reyna.

Ef óþolinmæðin er að ná tökum á ykkur þá getið þið farið í apótek og keypt egglospróf sem er eins og þungunarpróf nema það segir ykkur hvenær egglos verður og hvenær mestar líkur eru á getnaði.

Af því sem þú segir þá er ekkert sem bendir til að neitt sé að, en ef þú ert eitthvað áhyggjufull þá skaltu endilega panta tíma hjá lækni og ræða þetta við hann.  Þeir eru örugglega ágætir í útlöndum líka:)

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfæðingur og ljósmóðir. 25.09.2004.