Spurt og svarað

18. nóvember 2009

Að fyrirbyggja grindarverki

Sælar

Ég er að velta fyrir mér hvort þið gætuð leiðbeint mér varðandi grindarverki. Ég er að huga að annarri barneign en á síðustu meðgöngu kom í ljós að ég er með skakka mjaðmagrind og var ég með mikla grindarverki alla meðgönguna. Er eitthvað sem ég get gert til að forðast aðra slíka meðgöngu?  Eða getið þið bent mér á hvern ég get talað við í sambandi við þetta?

Kær kveðja

Komdu sæl 

Sá sem getur helst gefið þér upplýsingar um þetta er læknirinn þinn.  Ef um skakka mjaðmagrind er að ræða er það kannski helst bæklunarlæknir sem getur svarað þér. Þú hefur sennilega fengið ýmis ráð á síðustu meðgöngu sem þú gætir nýtt þér frá upphafi í næstu meðgöngu. Einkatímar hjá sjúkraþjálfara gætu líka nýst þér, bæði sem meðferð og fyrirbyggjandi fræðsla.

Kveðja, Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.