Að fyrirbyggja grindarverki

18.11.2009

Sælar

Ég er að velta fyrir mér hvort þið gætuð leiðbeint mér varðandi grindarverki. Ég er að huga að annarri barneign en á síðustu meðgöngu kom í ljós að ég er með skakka mjaðmagrind og var ég með mikla grindarverki alla meðgönguna. Er eitthvað sem ég get gert til að forðast aðra slíka meðgöngu?  Eða getið þið bent mér á hvern ég get talað við í sambandi við þetta?

Kær kveðja

 


 

Komdu sæl 

Sá sem getur helst gefið þér upplýsingar um þetta er læknirinn þinn.  Ef um skakka mjaðmagrind er að ræða er það kannski helst bæklunarlæknir sem getur svarað þér.  Þú hefur sennilega fengið ýmis ráð á síðustu meðgöngu sem þú gætir nýtt þér frá upphafi í næstu meðgöngu.  Sjúkraþjálfari er með fræðslu fyrir verðandi mæður innan Heilsugæslunnar, það er hópfræðsla.  Einkatímar hjá sjúkraþjálfara gætu líka nýst þér, bæði sem meðferð og fyrirbyggjandi fræðsla en þú þarft tilvísun frá lækni þangað.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
18. nóvember 2009.