Að reyna

23.10.2004

Ég og maðurinn minn höfum verið að reyna undanfarið að búa til barn, höfum ekki notað neinar getnaðarvarnir síðastliðin 3 ár, getur verið að ég sé með eitthvert ójafnvægi í hormónaframleiðslu? Er alltaf með aum brjóst (í ca 3 af 4 vikum mánaðarins) og hef einu sinni fengið utanlegsfóstur, er líka mjög gjörn á að vera óglatt (sérstaklega á morgnana)og fá hausverki. Er líka búin að vera með viðvarandi sveppasýkinu síðastliðna 9 eða 10 mánuði, búin að prófa allt sem mér dettur í hug í því sambandi. canesten kremið, vivag stýla, AB mjólk, ger og sykurlaust mataræði. víð föt og bómullarnærföt.. það er ekkert að gera sig. Svo hef ég einnig verið með miklar meltingartruflanir (ristil).

                                ........................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Mér finnst þetta svolítið óljóst hvort þú ert búin að vera að reyna að verða ólétt í þrjú ár eða bara nýbyrjuð að reyna.  Ef þið eruð búin að reyna í þrjú ár þá mundi ég segja að það sé kominn tími til að fara til læknis og fá ráðleggingar eða hjálp.

Ég ráðlegg þér eindregið að fara til læknis útaf sveppasýkingunni líka því ef þú hefur ekki losnað við hana í 9 - 10 mánuði þá þarftu kannski að fara á lyf við henni.

Ég hef því miður ekki önnur svör fyrir þig en gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 23.10.2004.