Spurt og svarað

23. október 2004

Að reyna

Ég og maðurinn minn höfum verið að reyna undanfarið að búa til barn, höfum ekki notað neinar getnaðarvarnir síðastliðin 3 ár, getur verið að ég sé með eitthvert ójafnvægi í hormónaframleiðslu? Er alltaf með aum brjóst (í ca 3 af 4 vikum mánaðarins) og hef einu sinni fengið utanlegsfóstur, er líka mjög gjörn á að vera óglatt (sérstaklega á morgnana) og fá hausverki. Er líka búin að vera með viðvarandi sveppasýkinu síðastliðna 9 eða 10 mánuði, búin að prófa allt sem mér dettur í hug í því sambandi. canesten kremið, vivag stíla, AB mjólk, ger og sykurlaust mataræði, víð föt og bómullarnærföt.. það er ekkert að gera sig. Svo hef ég einnig verið með miklar meltingartruflanir (ristil).

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Mér finnst svolítið óljóst hvort þú ert búin að vera að reyna að verða ólétt í þrjú ár eða bara nýbyrjuð að reyna. Ef þið eruð búin að reyna í þrjú ár þá mundi ég segja að það sé kominn tími til að fara til læknis og fá ráðleggingar eða hjálp.

Ég ráðlegg þér eindregið að fara til læknis útaf sveppasýkingunni líka því ef þú hefur ekki losnað við hana í 9 - 10 mánuði þá þarftu kannski að fara á lyf við henni.

Ég hef því miður ekki önnur svör fyrir þig en gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í desember 2019.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.