Spurt og svarað

06. ágúst 2008

Á leið í gönguferð - komin 6 vikur

Sælar!

Ég er á leiðinni í 4 daga gönguferð. Það eru aðeins 6 vikur liðnar frá síðustu blæðingum svo ég er bara rétt að byrja. Þetta er mitt fyrsta barn. Maður hefur alltaf heyrt að fyrstu 3 mánuðirnir séu viðkvæmir fyrir fóstur og því var ég að hugsa hvort það sé ekki allt í lagi að fara í svona langa göngu svo stutt komin? Ég trúi því sjálf að það sé í góðu lagi, en langaði samt að fá faglegt álit. En þegar lengra er komið? T.d. á 3-5 mánuði? Er það ekki bara svolítið eins og maður treystir sér til?

Frábær vefur! Takk fyrir mig.


 
Sæl og blessuð!

Jú - alveg rétt hjá þér að fyrstu mánuðirnir eru viðkvæmir en gönguferð úti í náttúrunni ætti alls ekki að hafa slæm áhrif. Þú gerir bara það sem þú treystir þér til og nú er mjög mikilvægt að hlusta á líkamann. Þú þarft kannski að drekka og borða oftar svo það er um að gera að hafa vatn og orkuríkt snakk við höndina sem þú getur gripið í þegar líkaminn kallar eftir því.

Göngukveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.