Spurt og svarað

15. febrúar 2007

Eiturlyfjalöngun

Ég var í neyslu fyrstu 5 vikur og er komin 31 núna. Hætti öllu nema að reykja þegar ég fattaði að ég væri ólétt en núna er mig farið að langa aftur í. Mjög mikið! Stundum hugsa ég meira að segja að taka eitt „djamm“ þegar ég er búin að fæða.

Hvað á ég að gera? Hvert á ég að snúa mér? Getur þú sagt mér hvaða áhrif efnin sem ég notaði hafa á barnið mitt? Hvað verður gert ef ég fell í framtíðinni? Verður barnið tekið af mér? Og hefur eiturlyfjaneysla áhrif á fætt barn?

p.s. Efnin sem ég notaði eru: amfetamín, e-pillur, kanabis, kókaín, mogadon, rivotril og áfengi

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Í fyrsta lagi þarftu að tala við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni og fá að tala við lækni, sem getur ef til vill aðstoðað þig hvað varðar þessa fíkn þína. Kannski væri hægt að gefa þér lyf, til að tempra löngunina t.d. þunglyndislyf eða kvíðastillandi en flest þessara lyfja eru ávanabindandi.
Þú mátt jú alveg eins búast við því að þú verðir undir eftirliti hjá barnavernd ef þú heldur áfram að vera í neyslu, og þú getur rétt ímyndað þér hve slæm áhrif eiturlyfjaneysla hefur á barnið og umhverfi þess. þú verður ekki í góðu ásigkomulagi með að hugsa eðlilega um barnið þitt ef þú ferð í efnin aftur. Eins ef þú heldur samskiptum við fyrrum neyslufélaga þá er það ekki til að bæta löngunina. Þú þarft að hafa viljann sjálf það getur enginn annar hjálpað þér ef þú vilt það ekki sjálf. Þú gætir einnig prófað að hafa samband við SÁÁ. Ert kannski búinn að prófa þann möguleika. En gangi þér vel og hugsaðu þig vel áður en þú tekur eitt „djamm“, þú ert ekki bara að lifa fyrir sjálfa þig þú ert með barni og átt von á barni.

Það er fjallað um áfengi og fíkniefni í pistli hér á síðunni. Einnig er fjallað um áhrif ýmis eiturlyfja í annarri fyrirspurn hér á síðunni.

Kær kveðja,

Sigrún E. Valdimarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. febrúar 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.