Spurt og svarað

30. apríl 2004

Barneignir á dagskrá

Nú erum við hjónin að spá í barneignum, er eitthvað sem ég á að vera að gera á meðan við erum að reyna annað en að hreyfa mig reglulega og borða hollan mat? Á ég að byrja að taka fólinsýru á meðan við erum að reyna eða er það eitthvað sem maður tekur bara þegar maður verður óléttur?

Sæl!

Þú ert alveg á réttri braut því það er mjög mikilvægt að borða hollan mat og stunda hreyfingu. Einu vítamínin sem mælt er með að allar barnshafandi konur taki eru fólínsýra og D-vítamín. Gott er að byrja að taka þessi vítamín sem fyrst, en mælt er með því að allar konur á barneignaraldri taki 400 míkrogrömm af fólínsýru á dag. 

Ef þú tekur einhver lyf að staðaldri eða ef þú ert haldin einhverjum sjúkdóm skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn.

Gangi ykkur vel.

Anna Sigríður Vernharðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í desember 2019.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.