Blæðingaóregla

12.02.2015

Hæ hæ. Ég veit ekki hvar ég get spurt að þessu annarstaðar en hér. Er þetta einkenni óléttu eða bara rugl í líkama mínum? Ég s.s. fór á alveg eðlilegar blæðingar og svo nákvæmlega 14 dögum seinna þegar ég ætti að vera með egglos fór ég aftur á blæðingar og núna eru 2 vikur síðan sem þýðir að ég er komin framyfir tíma þegar ég hefði átt að byrja samkvæmt blæðingunum sem ég var með fyrir egglos? Er þetta eðlilegt eða hvað?

 

Komdu sæl, nei þetta er ekki einkenni óléttu heldur ertu líkast til með smá blæðinga óreglu sem er frekar algengt að komi fyrir. Ef þetta er bara tilfallandi í eitt skipti er ekki þörf á því að gera neitt en þetta er frekar leiðinlegt ef þetta er síendurtekið. Ég mundi því ráðleggja þér ef að þetta heldur áfram að vera óreglulegt að ráðfæra þig við lækni. Gangi þér vel.

 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
12. feb. 2015