blæðingar og þungurnareinkenni

18.02.2015

Hæhæ, þannig er mál með vexti að ég er 24 ára kona og er eiginlega búin að vera á blæðingum síðustu 3 ár. Einu skiptin sem ég stoppa er þegar ég hef fengið tilheyrandi lyf við því en þau duga bara jafn lengi og ég er á þeim. Ég á 5 ára stelpu og allt var eðlilegt áður en ég átti hana. En núna fyrir ca. 2 vikum hætti ég allt í einu á blæðingum og fór fljótlega að finna fyrir mikilli ógleði og velgju, nokkrum dögum seinna fóru brjóstin að stækka og þarf núna sífellt að pissa. Ég hef ekki hugmynd um hvernig líkaminn minn er að virka núna og hvenær ég er á egglosi en ég spyr, getur verið að ég sé ólétt? Kveðja, Ringluð

 
 
Kæra ringluð, já það getur vel verið að þú sért ólétt og ég ráðlegg þér að gera þungunarpróf. Gangi þér vel.  

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
18. feb. 2015