Spurt og svarað

08. ágúst 2007

Blæðingastopp?

Sæl,
Ég var að hætta á pillunni eftir að hafa verið á henni í 7 ár. Áður var égmeð óreglulegar blæðingar (minnir að það hafi verið svona sirka 2 mánuðir sem voru á milli um það bil).  Núna höfum við maðurinn minn ákveðið að eignast barn svo ég hætti á pillunni fyrir um mánuði síðan. Einu sinni á þessu 7 ára tímabili ákvað ég að hætta á pillunni, nema þá byrjuðu blæðingar ekkert svo hálfu ári seinna fór ég til kvensjúkdómalæknis og hún gaf mér töflur til að koma blæðingum af stað og ég byrjaði aftur á pillunni í framhaldinu.  Geturðu frætt mig um þetta ferli, þ.e. hvort ég þurfi aftur að fá svona skammt til að koma blæðingunum af stað til að verða ólétt, eða hvort egglos sé þrátt fyrir að það koma ekki blæðingar?
Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.
Það er ómögulegt að segja hvort sagan endurtaki sig og tíminn verður bara að leiða það í ljós. Það er samt vel þekkt að blæðingar geta verið óreglulegar fyrstu mánuðina eftir að kona hættir á pillunni þannig að þú þarft kannski að gefa þessu svolítinn tíma.  Egglos verður á undan blæðingum þannig að þú getur orðið ólétt þó þú hafir ekki farið á túr, en þú getur ekki haft reglulegt egglos án þess að fara á túr inn á milli. Ef þér fer að lengja eftir blæðingunum leitaðu þá endilega til læknisins þíns.
Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.