Blóðflokkur A mínus

29.07.2008

Komdu sæl.

Dóttir mín er í blóðflokk A minus. Skiptir það einhverju máli. Þarf hún að fá einhver mótefni ef hún verður ófrísk.

Kveðja

Rósamunda

 


Sæl Rósamunda

Þegar dóttir þín verður ólétt þarf að taka blóðrufur hjá henni a.m.k. þrisvar á meðgöngunni til að sjá hvort hún er að mynda mótefni sem getur haft áhrif á blóð barnsins hennar.  Við fæðingu er svo tekin blóðprufa úr naflastreng og hjá móður og ef þarf er móðurinni gefin sprauta með anti-D-immunoglobulini sem hindrar að hún framleiði mótefni gegn næsta barni.

Þetta er einföld lýsing á ferlinu og á við ef konan myndar engin mótefni og allt gengur vel.  Ef mótefni greinast í blóði móðurinnar getur þurft að taka fleiri blóðprufur og hafa hana og barnið í nánara eftirliti.

Vona að þetta svari spurningunni

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.