Blóðþrýstingslyf á meðgöngu

13.07.2013

Hvernig er með blóðþrýstingslyf, má halda áfram að taka þau þegar kona er að reyna að verða ófrísk eða er orðin ófrísk?Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það er mjög mikilvægt að meðhöndla eða halda áfram að meðhöndla háan blóðþrýsting á meðgöngu. Á markaði eru mjög mörg lyf til að meðhöndla blóðþrýsting og virknin mismunandi eftir orsökum hækkaðs blóðþrýstings. Í öllum tilfellum er ráðlagt að vera búin að fá úr því skorið hjá lækni, hvort það lyf sem konan tekur, sé öruggt til inntöku á meðgöngu fyrir þungun.

Gangi þér vel

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. júlí 2013