Bólusetning, mislingar, rauðir hundar og hettusótt

12.07.2012
Sæl
Ég var bólusett við rauðum hundunum, mislingum og hettusótt fyrir mánuði síðan eftir að ég missti fóstur, hvenær má ég í fyrsta lagi verða ófrísk aftur? Ég er alveg ólm í að reyna sem fyrst þrátt fyrir að illa hafi farið í fyrsta skiptið en ég vil auðvitað ekki að fóstrið skaðist eða að ég missi aftur, ég las einhversstaðar að það væru 6 vikur og svo annarsstaðar 3 mánuðir.

Sæl
Það er rétt hjá þér að það sé ráðlagt að bíða með að verða barnshafandi eftir að hafa farið í bólusetningu við rauðum hundum, mislingum og hettusótt. Framleiðandi bóluefnisins mælir með að forðast þungun í 3 mánuði eftir bólusetningu til að forðast mögulegan skaða á fóstri.
Gangi þér vel.
með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júlí 2012