Spurt og svarað

21. apríl 2005

Brenglaðar blæðingar

Sælar!
Þannig er að ég hætti á pillunni mánaðarmótin feb/mars til að reyna að verða ólétt. Ég er núna komin viku fram yfir en hef tekið tvö þungunarpróf sem voru bæði neikvæð. Ég var alltaf með mjög reglulegar blæðingar á meðan ég var á pillunni en hafði verið á henni í 9 ár. Ég las að oft þegar hætt er á pillunni séu blæðingar óreglulegar, en hversu lengi á maður að bíða áður en maður leitar til læknis? Þetta gerir manni erfiðara fyrir að segja til um egglos.

Kveðja, Ein sem er að reyna

Komdu sæl

Það er rétt hjá þér að blæðingar geta verið óreglulegar fyrst eftir að hætt er á pillunni.  Það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma það tekur að koma reglu aftur á tíðarhringinn en oftast er tíðarhringurinn orðin eðlilegur eftir nokkra mánuði. 
Til að fylgjast með egglosi þá getur þú fyglst með einkennum eins og aukinni slímkenndri útferð sem verður í kringum egglos. Einnig getur þú keypt þér egglospróf í apóteki sem sýnir hvenær egglos verður. Ef tíðarhringurinn verður ekki reglulegur fljótlega getur þú leitað til læknis því stundum verður að leiðrétta tíðahringinn með hormónalyfjum. 

Kveðja, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir
Yfirfarið í desember 2019

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.