Spurt og svarað

27. desember 2014

Brún útferð

Takk fyrir góðan vef, hefur gagnast mér mikið til fróðleiks. Mig langar að koma með fyrirspurn varðandi brúna útferð. Í lok ágúst sl. missti ég fóstur komin 10 vikur á leið en fóstrið hafði þó dáið um 7 1/2 viku. Þetta barn var planað. Ég fór í útskrap og allt gekk vel. Ég fékk primolut til að starta blæðingunum 2 mánuðum eftir missinn og byrja ég á blæðingum aftur í október, sá hringur var 31 dagur. Hringur nr 2 var líka 31 og 5 daga blæðingar. 3. hringurinn lengdist og fór ég uppí 34 daga og og blæddi óvenju mikið í 4 daga og 5, 6 og 7 dagurinn venjuleg blæðing og á 8 degi fór að koma brún útferð, núna er ég á 12 degi og er enn að koma brún útferð, mest þegar ég er ný vöknuð. Hef aldrei verið svona lengi á blæðingum og hvað þá lengi með svona brúna útferð. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Er ég komin í eitthvað hormónarugl og þarfnast frekari skoðunar?
Kveðja ein með áhyggjur og langar að verða ólétt sem fyrst aftur.
P.s fékk frumubreytingar fyrir 3 árum og fór í aðgerð, fór aftur í árlegt test núna í október og það kom allt vel út úr því.

Sæl og blessuð, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu en ef þetta er ekki hætt núna mundi ég ráðleggja þér að tala við kvensjúkdómalækni. Vonandi tekst þér að verða ófrísk sem fyrst.

Bestu kveðjur, Áslaug Valsdótir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.