Spurt og svarað

19. apríl 2004

Búin að reyna í ár.

Ég og maðurinn minn erum búinn að vera reyna eignast barn í tæpt ár og ekkert gengið, ég er 31 og hann er 37. Við eigum einn strák fyrir. Ég var síðast á bæðingum 18 mars (tíðarhringurinn spannar 24-28 daga) svo ca viku eftir egglos fannst mér að ég væri byrjuð að finna kunnugleg einkenni og gerði þungunarpróf á 24 degi og það kom frekar skýr lína. En svo 2 dögum seinna byrjaði ég að fá verki og það byrjaði að blæða á 28 degi. Til að byrja með voru þetta skrýtnar bæðingar þannig ég gerði aftur próf um kvöldið þá kom aftu lína er daufari svo jukust bæðingarnar og urðu eins og vanalega, svo gerði ég annað próf í dag þá neikvætt. Ég er með tvær spurningar.
a) Getur verið að þetta hafi verið fölsk jákvæð prufa eða hefur kannski fóstrið ekki náð að festa sig?
B) Við vorum með áhyggjur að það væri eitthvað að öðru hvoru okkar, en ef prufan var jákvæð er þá ekki allt í lagi með okkur og kannski gengur þetta í næsta tíðarhring?

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja en þetta hljómar eins og fósturvísir hafi byrjað að festa sig í leginu en ekki náð því að endingu. Ef prufan hefur verið raunverulega jákvæð þá er það gott merki en það þýðir ekki endilega að þetta takist næst. Það er ekki óalgengt að fólk sé að reyna í ár eða jafnvel lengur að verða barnshafandi og því miður þá minnkar frjósemin með aldrinum og þá sérstaklega eftir 35 ára aldur. Ef þið hafið áhyggjur þá endilega talið við kvensjúkdómalækni. Einnig er hægt að fá í apótekum egglospróf sem sýnir hvenær egglos verður og hvenær best er að reyna. Það er þó mest um vert að reyna að hafa ekki áhyggjur.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í desember 2019.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.