Spurt og svarað

18. desember 2011

Dostinex (of hátt prolaktin í blóði)

Góðan daginn!

Ég hef mælst með of hátt prolaktin í blóði sem hefur gert það að verkum að ég hef ekki haft reglulegt egglos. Læknirinn gaf mér dostinex sem ég á að byrja að taka til að koma reglu á blæðingar og egglos, ein tafla á viku. Mér finnst leiðbeiningar lyfsins vera frekar tvísýnar en þar segir að ganga þurfi úr skugga um að þú sért þunguð áður en þú byrjar að nota lyfið. Ef þú verður þunguð skal hætta strax að nota dostinex. Þar sem þungun getur orðið áður en konan fer að hafa blæðingar að nýju er mælt með þungunarprófi á minnst 4 vikna fresti á meðan að blæðingar hafa ekki byrjað. Eftir að blæðingar hafa byrjað er mælt með þungunarprófi seinki blæðingum um meira en 3 daga. Getið þið upplýst mig betur um þetta lyf þar sem lítið er á netinu varðandi það. Er algengt að konur verði óléttar mjög fljótlega eftir að þær hefja notkun á því? Er hættulegt að taka inn lyfið eftir að maður verður þungaður og kemur niðurstaða á þungunarpróf fram um viku eftir frjóvgun?

Bestu þakkir.

Sæl og blessuð!

Við höfum því miður ekki þekkingu á þessu og ráðleggjum þér að fá nánari upplýsingar hjá þeim lækni sem ávísaði lyfinu á þig.

Gangi þér vel.

Kær kveðja, Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.