Egglos

16.02.2009

Hvað stendur egglos lengi yfir?


Egglosið sjálft, nákvæmlega þegar eggið losnar stendur stutt en aðdragandinn er nokkrir dagar og svo getur eggið verið 2-4 daga að fara niður eggjaleiðarann niður í legið.  Það er á þeirri leið sem frjóvgun verður oftast.  Konan getur mælt hærra hitastig í líkamanum þann dag sem egglos verður og einnig er hægt að mæla breytingu á hormónum með þartilgerðum mælum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. febrúar 2009.