Egglos eftir fósturlát

20.11.2006

Mér datt í hug að athuga hvort þið gætuð svarað einni spurningu sem ég er að velta fyrir mér. Þannig er mál með vexti að þann 7. þess mánaðar missti ég fóstur komin 6 vikur á leið :(  Það sem ég er að velta fyrir mér er hvenær og hvort ég hafi egglos áður en næstu blæðingar byrja ? Hvort það sé ca. 14 dögum eftir fósturmissinn eða hvað ?

Með fyrirfram þökk


Komdu sæl.

 
Já þú hefur egglos ca 14 dögum áður en næstu blæðingar byrja, þannig að ef þú ert alveg regluleg á 28 daga fresti má segja að næsta egglos komi 14 dögum eftir fósturlátið.  Hlutirnir eru samt ekki alveg svona einfaldir og margir þættir geta spilað þarna inní eins og t.d. andleg heilsa eftir fósturlátið.  Líkaminn getur líka þurft aðeins legri tíma til að jafna sig eftir síðustu þungun þó hún hafi varað stutt, miklar hormónabreytingar hafa átt sér stað og verða að komast í jafnvægi áður en hlutirnir verða eðlilegir á ný.  Það getur því verið að blæðingarnar láti aðeins bíða eftir sér svona í fyrstu.
 
Bestu kveðjur
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
20.11.2006.