Spurt og svarað

03. september 2007

Egglospróf

Eftirfarandi ábending barst frá Steinunni. Við ljósmæðurnar munum ekki leggja okkar mat á þessi próf en það er sjálfsagt að birta þessa ábendingu.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. september 2007.


Góðan dag.

Mig langaði að koma einu á framfæri við þær sem nota eða ætla að nota egglospróf, en þau eru ansi dýr hér á landi. Ég er að reyna að verða ófrísk og til að „hámarka árangurinn“ þá er ég byrjuð að nota egglospróf. Ég sá í apóteki hér að pakki með 7 prófum kostar rúmar 2.600 kr. Ég pantaði hinsvegar á netinu 50 próf á 19 dollara sem er um 1300 kr. Ég get ekki betur séð en að þau virki vel og var einmitt bent á slóðina af vinkonum (búsettar erlendis) sem hafa notað þessi próf með góðum árangri. Ég vildi bara koma þessu á framfæri við þær sem eru í sömu sporum, slóðin er: http://www.saveontests.com og ýmsir pakkar í boði, m.a. óléttupróf. Sjálfsagt til fleiri fyrirtæki og slóðir, ég prófaði sem sagt þetta. Þetta er sent í ómerktu umslagi og kemur beint inn um lúguna þannig að ekki þarf að borga neinn toll eða slíkt og allar leiðbeiningar að finna á slóðinni.

Kveðja, Steinunn.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.