Egglospróf

03.09.2007

Eftirfarandi ábending barst frá Steinunni. Við ljósmæðurnar munum ekki leggja okkar mat á þessi próf en það er sjálfsagt að birta þessa ábendingu.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. september 2007.


Góðan dag.

Mig langaði að koma einu á framfæri við þær sem nota eða ætla að nota egglospróf, en þau eru ansi dýr hér á landi. Ég er að reyna að verða ófrísk og til að „hámarka árangurinn“ þá er ég byrjuð að nota egglospróf. Ég sá í apóteki hér að pakki með 7 prófum kostar rúmar 2.600 kr. Ég pantaði hinsvegar á netinu 50 próf á 19 dollara sem er um 1300 kr. Ég get ekki betur séð en að þau virki vel og var einmitt bent á slóðina af vinkonum (búsettar erlendis) sem hafa notað þessi próf með góðum árangri. Ég vildi bara koma þessu á framfæri við þær sem eru í sömu sporum, slóðin er: http://www.saveontests.com og ýmsir pakkar í boði, m.a. óléttupróf. Sjálfsagt til fleiri fyrirtæki og slóðir, ég prófaði sem sagt þetta. Þetta er sent í ómerktu umslagi og kemur beint inn um lúguna þannig að ekki þarf að borga neinn toll eða slíkt og allar leiðbeiningar að finna á slóðinni.

Kveðja, Steinunn.