Egglospróf

24.11.2014

Ég er með eina spurningu. Þannig er mál með vexti að ég og maðurinn minn erum að reyna eignast barn. Ég hætti á pillunni fyrir 4 mánuðum og ákvað núna að fá mér egglos próf svona bara til að finna út hvort allt væri að virka en öll prófin hafa komið neikvæð þennan mánuðinn. Ég er með áhyggjur en ekki viss hvort ég eigi að hafa þær. Á ég að vera hafa áhyggjur af þessu eða er þetta bara eðlilegt, ég er rétt skriðin yfir 30 ára.

Kveðja, ein með áhyggjur
 

Heil og sæl, það er ekki kominn langur tími sem þið eruð búin að vera að reyna svo að líkast til eru áhyggjur alls ekki tímabærar. Egglos er 14 dögum fyrir upphaf blæðinga og dagana í kring ertu líka frjó. Ef þú ert með reglulegan tíðahring er auðvelt að fylgjast með þessu. Ég mundi ráðleggja þér að vera ekkert að nota nein próf né hafa áhyggjur fyrr en þið hafið stundað reglulegt óvarið kynlíf í ár án þess að úr verði barn.
Gangi ykkur vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24.11.2014